Dagur 5 á EMU
Eva Margrét synti sitt síðasta sund á EMU í morgun, þegar hún fór 100m bringusund á tímanum 1:14.83 og varð í 33. sæti af 41 keppenda. Eva var alveg við sinn besta tíma, sem er 1:14.21.
Símon Elías hélt uppteknum hætti í morgun og bætti tíma sinn í 50m skriðsundi þegar hann synti á 23:49, en hans besti tími var 23:80. Símon varð í 28 sæti af 85 keppendum sem er flottur árangur hjá honum.
Þar með hafa Eva Margrét, Símon Elías og Daði lokið keppni á EMU í ár með mjög fínum árangri og eru þau svo sannarlega reynslunni ríkari eftir þáttökuna á þessu stórmóti á Ítalíu.
Þær Kristín Helga og Freyja eiga eftir að synda eina grein en það er 400m skriðsund á morgun sunnudag, það verður gaman að fylgjast með þeim á morgun.
Hægt er að fylgjast með streymi hér : https://aquatics.eurovisionsports.tv/home?id=J037sbwGmvZ09MGIIZxXtLeaN&fbclid=IwAR28unLvIyULLcZ4bCjRX-bF19uuzPUrgMKYIFB71RMwjWWuO8IrWWp8WXE