Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU 2021 lokið

11.07.2021

Þær Kristín Helga og Freyja syntu báðar 400m skriðsund í morgun á lokadegi EMU 2021.

Kristín Helga synti á tímanum 4:31.09 og varð í 42. sæti af 52 keppendum. Freyja synti á 4:31.56 og varð í 44. sæti, þær voru báðar nálægt sínum bestu tímum.

Þar með hefur sundfólkið okkar lokið keppni á Evrópumeistaramóti unglinga þetta árið.  Þau hafa staðið sig mjög vel á þessu móti og eru að stíga sín fyrstu skref á stórmóti og geta verið stolt af sínum árangri.

Þau Eva Margrét, Freyja og Daði Björsson hafa öll aldur til að keppa á EMU á næsta ári og við hjá SSÍ vonum að í huganum séu þau nú þegar farin að stefna að því að ná lágmörkum fyrir mótið  að ári.

Kristín Helga og Símon Elías stefna vonandi á EM50, sem verður einmitt haldið í Róm í ágúst á næsta ári.

Sundfólkið er væntanlegt heim á morgun mánudag með mikla reynslu í farteskinu sem mun nýtast þeim til framtíðar.

Myndir með frétt

Til baka