Snæfríður Sól með Íslandsmet á ÓL í Tokyo
26.07.2021
Til bakaSnæfríður Sól Jórunnardóttir synti rétt í þessu 200m skriðsund á Ólympíuleikunum í Tokyo, sem eru hennar fyrstu leikar. Snæfríður gerði sér lítið fyrir og synti á nýju Íslandsmeti, synti á tímanum 2:00.20 en gamla metið er síðan í mars á þessu ári 2:00.50. Hún varð í 22 sæti af 29 keppendum.
Snæfríður var sátt með sundið sitt í morgun að sögn Eyleifs Jóhannessonar landsliðsþjálfara og er spennt að halda áfram, en hún syndir 100m skriðsund á miðvikudaginn.
Glæsilegur árangur hjá Snæfríði að setja Íslandsmet í sinni fyrstu grein á Ólympíuleikum.