Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn synti 200m bringusund í morgun á ÓL í Tokyo.

27.07.2021

Anton Sveinn McKee synti rétt í þessu 200m bringusund á Ólympíuleikunum í Tokyo, hann synti á tímanum 2:11.64, sem er hans besti tími á árinu.  Íslandsmetið í greininni er 2:10.21 sem hann setti árið 2015.  Þessi tími dugði honum því miður ekki inn í undanúrslit, en síðasti tími inn í undanúrslit var 2:09.95.

Anton Sveinn hefur nú lokið keppni í Tokyo en næst á dagskrá hjá sundkappanum er að taka aftur þátt í ISL mótaröðinni sem hefst í september á Ítalíu.

Til baka