Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þjálfararáðstefna SSÍ fór fram um helgina í Hveragerði.

13.09.2021
 
Ráðstefnan gekk mjög vel fyrir sig og þátttakan mun betri en á síðasta ári.
Boðið var upp á frábæra fyrirlestra frá Ben Titley, Eðvarði Þór Eðvarðsyni og Ragnari Guðmundssyni.
Einnig var upplýsingagjöf frá starfsfólki SSÍ. Eyleifur Jóhannesson og Ingibjörg Helga Arnardóttir gerðu upp síðasta sundár, kynntu landsliðsstafið á þessu sundári og fleira praktískar upplýsingar fyrir þjálfara.
Frábært var að fá erlendan afreksþjálfara eins og Ben Titleytil landsins, sem hélt ekki eingöngu fyrirlestra fyrir ráðstefnu gesti, heldur einnig landsliðsfólk á föstudaginn og fyrir sérsamböndin í Laugardalnum í morgun.
SSÍ vill þakka öllum fyrir sitt framtak í að gera þetta að veruleika og búa til jákvætt umhverfi til að gera íslenskt sund betra.

Fleiri myndir hér : https://www.facebook.com/sundsamband/photos/pcb.3083410981891939/3083400781892959/

Myndir með frétt

Til baka