Íslandsmeistarar garpa 2021
Garpahópur Breiðabliks sigraði Íslandsmót garpa 2021 (IMOC) sem lauk rétt í þessu í Laugardalslaug.
Breiðablik endaði mótið með 824 stig og hirtu þar af leiðandi bikarinn af ríkjandi meisturum í Sundfélagi Hafnarfjarðar sem enduðu í öðru sæti með 788 stig.
Sundfélagið Ægir hafnaði í þriðja sæti með 194 stig.
61 keppandi var skráður til leiks frá 8 félögum. Þátttakendur eru heldur færri en venjulega á IMOC en síðast var Íslandsmótið haldið í maí 2019 og því von á að fólk sé enn að hrista úr sér ryðið.
Stemningin á mótinu, sem átti upphaflega að fara fram í byrjun maí fyrr á þessu ári, var einstaklega góð en flestir keppendur nýttu mótið sem upphitun fyrir Norðurlandameistaramót Garpa sem verður haldið í Laugardalnum dagana 8-9. október nk.
Heildarstigastaða mótsins leit svona út í lok móts:
Breiðablik | 824 stig | |
SH | 788 stig | |
Ægir | 194 stig | |
Fjölnir | 129 stig | |
UMSB | 126 stig | |
ÍA | 54 stig | |
Stjarnan | 30 stig | |
UMF Óðinn | 16 stig |