Skyndihjálp og björgun á Akureyri
26.10.2021
Mikilvægt er að allir þjálfarar sem starfa hjá sundfélögum landsins hafi lokið námskeiði í Skyndihjálp og björgun, er það gert til að auka öryggi iðkenda og þjálfara.
Sundsamband Íslands hefur í samvinnu við Finna Aðalheiðarson boðið upp á þetta námskeið undanfarin ár.
Um síðustu helgi var haldið slíkt námskeið á Akureyri hjá þjálfurum hjá sunddeild Óðins.
Það var greinilega mikið líf og fjör hjá þeim eins og myndirnar sína.
Laugardaginn 30.október nk verður haldið annað námskeið hjá Finna í Laugardalslaug frá kl 9:00 - 16:00, ef einhver á eftir að skrá sig þá endilega sendið póst á ingibjorgha@iceswim.is