Landsátak í sundi 1.- 28. nóvember
29.10.2021
Til baka
Í tilefni af 70 ára afmæli Sundsambands Íslands (SSÍ) ákvað Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) í samstarfi við SSÍ að setja í gang landsátak í sundi. Syndum er heilsu- og hvatningarverkefni sem stendur yfir frá 1. - 28. nóvember.
Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Munum eftir því hvað sund er frábært!
Þátttakendur skrá sína sundvegalengd inn á www.syndum.is og á forsíðu verkefnisins er hægt að fylgjast með hversu landsmenn hafa synt langt saman.
Sundsamband Íslands
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ
BeActive Iceland