Beint á efnisyfirlit síðunnar

EM25 hefst á morgun

01.11.2021

Evrópumeistaramótið í sundi hefst í Kazan í Rússlandi á morgun, þriðjudaginn 2.nóvember.

Sundsamband Íslands er með 3 sundmenn á mótinu en það eru þau Anton Sveinn McKee, Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Steingerður Hauksdóttir.
Þjálfari er Eyleifur Jóhannesson og sjúkraþjálfari Unnur Sædís Jónsdóttir.

Sundsambandið fékk einnig boð um að senda dómara á mótið, mun Ragnheiður Birna Björnsdóttir sinna því hlutverki.

Steingerður Hauksdóttir mun stinga sér fyrst til sunds en hún hefur keppni í 50m skriðsundi í fyrramálið.

Dagskrá sundfólksins er sem hér segir:
• 2.nóv : 50m skr kvenna- Steingerður Hauksdóttir- Snæfríður Sól
• 3.nóv : 100m bringusund karla – Anton Sveinn
• 4. nóv : 100m skriðsund kvenna- Snæfríður Sól
• 4. nóv: 50m baksund kvenna – Steingerður Hauksdóttir
• 5.nóv : 100m baksund kvenna - Steingerður Hauksdóttir
• 5. nóv: 200m bringusund karla – Anton Sveinn
• 6. nóv: 50m bringusund Karla – Anton Sveinn
• 6. nóv: 200m skirðsund kvenna – Snæfríður Sól

Keppendalistann og úrslit má finna hér :
http://kazan2021.microplustiming.com/indexKazan2021_web.php

Þess má geta að Kazan er þremur tímum á undan okkur.

Til baka