Snæfríður og Steingerður syntu í morgun
04.11.2021
Snæfríður Sól synti nú í morgun 100m skriðsund á EM25 sem fram fer í Kazan. Hún synti á tímanum 54,99, og synti mjög vel og var alveg við sinn besta tíma, 54.95 og varð í 22. sæti af 43 keppendum.
Snæfríður nálgast Íslandsmetið í greininni, en það er 54,44 í eigu Ragnheiðar Ragnarsdóttur.
Steingerður Hauksdóttir synti einnig í morgun, 50m baksund á tímanum 28,18 sem er frábær bæting hjá henni, hennar besti tími var 28,52.
Íslandsmetið í greininni 27,40 en það setti Eygló Ósk Gústafsdóttir árið 2016.