Anton Sveinn varð tíundi í 200m bringusundi.
05.11.2021
Til bakaAnton Sveinn synti rétt í þessu 200m bringusund í undanúrslitum á EM25 sem fram fer í Kazan. Anton synti á tímanum 2:06.03 og bætti tíma sinn síðan í morgun.
Anton varð tíundi í sundinu en það þurfti að synda á tímanum 2:05.14 til að komast í 8 manna úrslit.
Þetta er fínn árangur hjá okkar manni í Kazan.