Beint á efnisyfirlit síðunnar

2 met á öðrum degi ÍM25

13.11.2021

Nú rétt í þessu lauk 4. hluta á ÍM25 í Ásvallalaug. 

Eitt Íslandsmet var sett morgun eins og greint hefur verið frá en í úrslitahluta dagsins í dag féllu tvö aldursflokkamet.

Þar voru að verki heimamenn í Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Snorri Dagur Einarsson sigraði 50m bringusund á tímanum 28,40 og bætti þá piltametið í greininni en það var 28,47. 

Björn Yngvi Guðmundsson synti fyrsta sprett í 4x100m skriðsundi á tímanum 53,94 og bætti þar með drengjametið í þeirri grein. Gamla metið var 54,38 frá árinu 2015.

Þá er bara einn dagur eftir hjá okkur á Íslandsmeistaramótinu. Undanrásir hefjast kl. 9:30 og úrslit 16:30.

Ráslistar og úrslit

Til baka