Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur 2 hafinn á ÍM25 2021

13.11.2021

Dagur tvö af þremur er hafinn á ÍM25 í Ásvallalaug í Hafnarfirði. 

Í gærkvöldi voru tvö met sett sem fór ekki með í fréttir gærdagsins.

Daði Björnsson SH bætti þá eigið piltamet í úrslitum 100m bringusund þegar hann sigraði á tímanum 1:01,60. Í undanrásum greinarinnar synti hann á 1:01,90 sem var bæting á eldra meti um 16/100 úr sekúndu.

Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH setti piltamet í 100m flugsundi eins og kynnt var í gær en millitíminn hans í 50m var einnig piltamet. Tíminn hans eftir 50m í úrslitasundinu í gær var 25,33 en gamla metið var 25,71, sett árið 2000.

Úrslit hefjast kl. 16:30. 

Áhorfendur eru ekki leyfðir vegna sóttvarnaráðstafanna en streymt er frá öllum hlutum á Youtube rás Sundsambands Íslands

Ráslistar og úrslit

Myndir með frétt

Til baka