HM25 og NM - hópar
14.11.2021
Til bakaÍslandsmeistaramótið í 25m laug var eina tækifæri sundfólks til að ná lágmörkum á Norðurlandameistaramótið (NM) sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember og Heimsmeistaramótið í 25m laug (HM25) sem haldið verður í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í miðjum desember.
Alls náðu 11 sundmenn lágmörkum á NM og 1 á HM25.
- Jóhanna Elín Guðmundsdóttir náði tveimur lágmörkum á HM25 en það gerði hún í 50m skriðsundi og 100m skriðsundi.
Þau Anton Sveinn McKee úr SH og Snæfríður Sól Jórunnardóttir úr Aalborg höfðu þegar náð lágmörkum erlendis en taka ekki þátt að þessu sinni.
Á NM verður hópurinn eftirfarandi:
- Birnir Freyr Hálfdánarson SH
- Daði Björnsson SH
- Eva Margrét Falsdóttir ÍRB
- Freyja Birkisdóttir Breiðablik
- Kristín Helga Hákonardóttir Breiðablik
- Katja Lilja Andriysdóttir SH
- Símon Elías Statkevicius SH
- Snorri Dagur Einarsson SH
- Steingerður Hauksdóttir SH
- Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir ÍRB
- Veigar Hrafn Sigþórsson SH
Eftirtalin hafa einnig synt undir lágmörkum en taka ekki þátt að þessu sinni
Anton Sveinn McKee, Dadó Fenrir Jasminuson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.