Beint á efnisyfirlit síðunnar

HM25 og NM - hópar

14.11.2021

Íslandsmeistaramótið í 25m laug var eina tækifæri sundfólks til að ná lágmörkum á Norðurlandameistaramótið (NM) sem haldið verður í Svíþjóð í byrjun desember og Heimsmeistaramótið í 25m laug (HM25) sem haldið verður í Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í miðjum desember. 

Alls náðu 11 sundmenn lágmörkum á NM og 1 á HM25.

  • Jóhanna Elín Guðmundsdóttir náði tveimur lágmörkum á HM25 en það gerði hún í 50m skriðsundi og 100m skriðsundi. 

Þau Anton Sveinn McKee úr SH og Snæfríður Sól Jórunnardóttir úr Aalborg höfðu þegar náð lágmörkum erlendis en taka ekki þátt að þessu sinni.

Á NM verður hópurinn eftirfarandi:

  • Birnir Freyr Hálfdánarson                SH
  • Daði Björnsson                                SH
  • Eva Margrét Falsdóttir                     ÍRB
  • Freyja Birkisdóttir                             Breiðablik
  • Kristín Helga Hákonardóttir             Breiðablik
  • Katja Lilja Andriysdóttir                    SH
  • Símon Elías Statkevicius                 SH
  • Snorri Dagur Einarsson                   SH
  • Steingerður Hauksdóttir                   SH
  • Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir  ÍRB
  • Veigar Hrafn Sigþórsson                  SH

Eftirtalin hafa einnig synt undir lágmörkum en taka ekki þátt að þessu sinni

Anton Sveinn McKee, Dadó Fenrir Jasminuson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.

Til baka