Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet í 4x50m skriðsundi karla

14.11.2021

Fimmta og næstsíðasta keppnishluta á ÍM25 lauk nú rétt í þessu.

Í síðustu grein dagsins féll Íslandsmet. Þar sigraði A-sveit SH á tímanum 1:31,69. Gamla metið var fjögurra ára gamalt, 1:32,70 og var einnig í eigu SH-inga.

Sveitina skipuðu þeir Dadó Fenrir Jasminuson, Símon Elías Statkevicius, Birnir Freyr Hálfdánarson og Daði Björnsson.

Mótinu lýkur svo nú seinnipartinn, með úrslitahluta dagsins. Keppni hefst 16:30. 

Ráslistar og úrslit

Til baka