Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fínn árangur hjá okkar fólki í dag á NM 2021

04.12.2021

Norðurlandameistaramót í sundi hélt áfram í Svíþjóð í dag og áttum við 9 sundmenn í úrslitum í dag.

Eva Margrét synti fyrst Íslendingana í dag, hún synti 400m fjórsund á tímanum 4:54.56 og varð í fjórða sæti en það munaði innan við sekúndu á henni og þriðja sætinu. Eva á best 4:53.22

Veigar Hrafn Sigþórsson synti 1500m skriðsund á tímanum 16:18.21. Hans besti tími er 16:05.23,hann varð í 6.sæti.

Freyja Birkisdóttir synti 200m skriðsund á tímanum 2:05.35 og varð í 7.sæti í unglinga-flokki. Þetta er bæting á hennar tíma en hún átti best 2:06.26.

Kristín Helga Hákonardóttir synti einnig í úrslitum 200m skriðsund á tímanum 2:03.55 sem er rétt við hennar besta, 2:03.31. Hún lenti í 7. sæti í fullorðins-flokki.

Birnir Freyr Hálfdánarson synti 200m fjórsund á tímanum 2:04.14 og varð í 4.sæti. Hans besti tími er 2:03.54

Steingerður Hauksdóttir synti einnig í úrslitum í kvöld, hún synti 100m baksund á tímanum 1:03.42 og varð í 7.sæti. Hennar besti tími í greininni er 1:02.91.

Daði Björnsson synti 50m bringusund á tímanum 28.68 og varð sjöundi í sundinu. Þetta er við hans besta tíma sem er 28.41.

Fannar Snævar Hauksson synti 100m skriðsund á tímanum 52.33 og varð í 8. sæti. Hans besti tími er 51.56

Simon Elías Statkevicius synti einnig 100m skriðsund á tímanum 50.58 og varð í sjöunda sæti. Hann á best 50.23.

Stúlkurnar syntu 4x 100m fjórsund á tímanum 4:19.53 og urðu í 6 sæti.

Sveitina skipuðu þær Steingerður Hauksdóttir, Eva Margrét, Kristín Helga og Freyja Birkisdóttir.

Strákarnir enduðu daginn á 4x 100m fjórsundi á tímanum 3:46.88 og urðu í 5 sæti. Sveitina skipuðu þeir

Fannar Snævar, Daði Björnsson, Birnir Freyr og Veigar Hrafn.

Fannar stór bætti tíma sinn í boðsundinu í 100m baksundi en hann synti á 56:00 en gamli tími hans var 58:27.

Fínn árangur hjá okkar fólki í dag, allir syntu á eða alveg við sína bestu tíma.

Mótið heldur áfram í fyrramálið með undanrásum og síðan eru úrslit eftir hádegi.

Hér er hægt að horfa á streymi frá mótinu :

https://livetiming.se/superlive.php?cid=6143&session=2

Hér er hægt að sjá úrslit :

https://livetiming.se/results.php?cid=6143&session=2

Hér er hægt að sjá greinaröð og startlista:

https://livetiming.se/program.php?cid=6143&session=1

Til baka