Beint á efnisyfirlit síðunnar

HM25 hófst í morgun, í Abu Dhabi

16.12.2021

Heimsmeistaramótið í 25m laug hófst í Abu Dhabi í morgun, fimmtudaginn 16.desember.

Sundsamband Íslands er með einn keppenda á HM 25 að þessu sinni en það er Jóhanna Elín Guðmundsdóttir frá Sundfélagi Hafnarfjarðar.

Þau Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir höfðu einnig unnið sér inn keppnisrétt á mótið, en ákváðu að taka ekki þátt að þessu sinni vegna annarra verkefna.

Eyleifur Jóhannesson er bæði þjálfari og liðsstjóri, en SSÍ nýtur aðstoðar frá danska landsliðinu hvað nuddara og sjúkraþjálfara varðar.

Jóhanna mun hefja keppni í fyrramálið, föstudaginn 17.desember.

Þá mun hún stinga sér til sunds í 100m skriðsundi, en hún keppir einnig í 50m skriðsundi mánudaginn 20.desember.

Dagskrá:

Dagur

Tímaáæltun

Grein

Besti tími

Keppendalisti

Íslandsmet

Föstudagur

17.desember

10:03 í Abu Dhabi

06:03 á Íslandi

100m skriðsund

Kvenna

ÍM25

0:54,75

14-11-2021

34. sæti

89 keppendur

Ragnheiður Ragnarsdóttir

0:54,44

11-11-2010

Mánudagurinn

20.desember

10:47 í Abu Dhabi

06:47 á Íslandi

50m skriðsund

Kvenna

ÍM25

0:25,08

12-11-2021

35. sæti

109 keppendur

Ragnheiður Ragnarsdóttir

0:24,94

16-12-2010

Heimasíða mótsins:

https://fina-abudhabi2021.org/

Keppendalisti og úrslit má finna hér :

https://www.omegatiming.com/2021/15th-fina-world-swimming-championships-25m-live-results

Til baka