Jóhanna Elín synti 50m skriðsund á HM25 í morgun
20.12.2021
Til bakaJóhanna Elín Guðmundsdóttir synti í morgun 50m skriðsund á Heimsmeistaramótinu í Abu Dhabi. Hún synti á tímanum 25:25 sem er alveg við hennar besta tíma, 25:08 og varð í 34. sæti af 89 keppendum. Þá hefur Jóhanna lokið keppni í Abu Dhabi og mun halda heim á leið á morgun í smá jólafrí.