Dagur tvö á RIG 2022
Úrslit á degi tvö á Reykjavík International Games í sundi.
Fyrsta grein í dag var 50m baksund karla þar sem Fannar Snævar Hauksson úr ÍRB sigraði á tímanum 27.71
Stefanía Sigurþórsdóttir úr Sunddeild Breiðabliks sigraði í 50m bringusundi kvenna á tímanum 34.73
Þriðja grein í dag var 50m flugsund, þar synti Rasmus Nickelsen aftur á nýju mótsmeti og sigraði í greininni, hann synti á 23.83, tími hans í gær var 24.17.
Það var spennandi keppni í 50m skriðsund kvenna en þar börðust þær Kristín Helga, Steingerður og Snæfríður Sól um sigurinn, Snæfríður Sól sigraði á tímanum 26.43 sem er bæting á hennar besta tíma. Steingerður varð önnur á tímanum 26.71
Veigar Hrafn úr SH sigraði í 400m skriðsundi eftir spennandi keppni við Andreas Ramsvik frá Noregi. Veigar synti á tímanum 4:12.47 en Andreas synti á 4:12.54
Í 200m fjórsundi kvenna sigraðir Eva Margrét úr ÍRB á tímanum 2:25.42
Bergur Fáfnir sigraði í 200m baksundi karla á tímanum 2:16.53, Sindre Kampen frá Bergen varð annar á tímanum 2:19.70.
Karolina Soerensen frá Danmörku sigraði í 100m baksundi á tímanum 1:03.24
Þá var komið að Tobias B.Bjerg en hann synti 100m bringusund á á tímanum 1:01.00 og sigraði í greininni. Það var hörkukeppni um annað, þriðja sætið og fjórða sætið í þessari grein, en Daði Björnsson úr SH kom annar í mark á 1:05.10, í þriðja sæti var Einar Margeir úr ÍA á tímanum 1:05.23 og fjórði var svo Snorri Dagur úr SH á tímanum 1:05.37.
Í 200m bringusundi kvenna sigraði Eva Margrét úr ÍRB, hún synti á tímanum 2:40.64
Í 200m flugsundi karla sigraði Daniel Rumenov frá Bergen á tímanum 2:19.40. Blikinn Kacper Kogut varð öðru á sæti á tímanum 2:20.56
Emilie Beckmann frá Danmörku sigraði með yfirburðum í 100m flugsundi, hún synti á tímanum 1:01.75
100m skriðsund karla sigraði Bartal E Eidesgaard, hann synti á 53.73, rétt á eftir honum og í öðru sæti varð Birnir Freyr úr SH á tímanum 54:00.
Snæfríður Sól sigraði í 200m skriðsundi á tímanum 2:01.55 á nýju mótsmeti, gamla metið átti Mie Ö Nielsen sem hún setti árið 2012.
Mótið hefst aftur í fyrramálið með undanrásum kl 09:45.
Hægt er að sjá tímasetningar hér : https://live.swimrankings.net/32307/#
Streymi frá mótinu : https://www.youtube.com/user/Sundsambandid