Beint á efnisyfirlit síðunnar

Reykjavik International Games í sundi hófst í Laugardalslaug í gær föstudag.

29.01.2022

 

Tvö mótsmet voru sett í gær, Tobias B.Bjerg synti 50m bringusund á tímanum 27.84, gamla metið átti Alexander Dahl Oven og var það 28.35. Alexander setti það met árið 2008.

Rasmus Nickelsen setti mótsmet í 50m flugsundi með tímanum 24.17. Gamla mótsmetið var 24.87 en það met átti Sindri Þór Jakobsson og setti hann það árið 2015. 

Sindri er einmitt með sundlið sitt frá Bergen hér á RIG sem þjálfari.

Eitt unglingamet og eitt aldursflokkamet voru sett í gær. Það var Freyja Birkisdóttir sem setti unglingamet í 800m skriðsundi á tímanum 9:08.86, en gamla metið átti hún sjálf, 9:09.32.

Ylfa Lind Kristmannsdóttir setti aldursflokkamet í 50m flugsundi á tímanum 29.44, en gamla metið átti hún sjálf 29.77.

Mótið hófst í morgun með því að Tobias B. Bjerg setti mótsmet í 100m bringusundi á tímanum 1:00.99, en gamla metið átti Anton Sveinn McKee frá árinu 2020, 1:01.18.

Úrslit í dag hefjast kl. 16:45.

Það verða mörg spennandi sund í dag en keppt verður í 12 greinum.

Til dæmis verður gaman að fylgjast með 100m bringusundi hjá Tobias B. Bjerg, en hann gæti vel bætt mótsmetið síðan í morgunhlutanum.

Þá verður 50m baksund karla án efa spennandi því að þar verður hörkukeppni á milli Kolbeins, Kristjáns og Fannars.

Í 50m flugsundi karla verður gaman að fylgjast með Rasmus frá Danmörku sem gæti bætt mótsmetið síðan í gær.

Í 50m skriðsundi kvenna verður spennandi keppni á milli Steingerðar, Snæfríðar og Kristínar. Þær eru þrjár af okkar bestu fjórum í þessari grein.

Í 100m skriðsundi karla er mótsmet Arnar Arnarsonar frá árinu 2006 í hættu þar sem Rasmus Nickelsen hefur synt hraðar.

Í 200m skriðsundi kvenna verður spennandi að sjá hvort að Snæfríður Sól geti ógnað mótsmetinu hennar Mie Nielsen frá 2012.

Sannarlega líf og fjör í Laugardalslauginni um helgina.

Hægt er að sjá tímasetningar hér : https://live.swimrankings.net/32307/#

Streymi frá mótinu : https://www.youtube.com/user/Sundsambandid

 

 

Til baka