Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokadagur á RIG 2022 í sundi.

30.01.2022

 

Þriðji og síðasti dagur sundkeppni á RIG 2022 er í dag og úrslit hefjast kl. 16:45.

Þar má búast við spennandi keppni í mörgum greinum.

Fyrsta grein er 50m baksund kvenna þar sem Steingerður úr SH mun berjast um sigurinn við Karoline frá Danmörku, en þær eru með nákvæmlega sama tíma inn í úrslitin í dag.

Tobias B Bjerg mun væntanlega reyna að slá mótsmetið sitt sem hann setti á föstudaginn í 50m bringusundi karla, en þar verður hörð keppni um annað og þriðja sætið.

Í 50m flugsundi verður hörkuspennandi keppni því þar synda þær Snæfríður Sól og Emilie frá Danmörku.

Dadó Fenrir úr SH mætir svo galvaskur í 50m skriðsund og verður spennandi að fylgjast með honum.

Í 400m skriðsundi mun Blikinn Freyja Birkisdóttir fá góða keppni frá Var E Eidesgaard frá Færeyjum.

Það verður gaman að fylgjast með 200m fjórsundi karla en þar verður hörkukeppni á milli Snær Lorens úr ÍA og Birnis Freys úr SH.

Rasmus Nickelsen syndir einnig 100m flugsund karla og er líklegt að hann nái mótsmetinu í þeirri grein í dag, en mótsmetið setti Viktor Bromer árið 2015 og er það 54.43.

100m skriðsund kvenna verður skemmtileg grein með þeim Snæfríði Sól , Kristínu Helgu og Var E Eidesgaard en þær fóru allar undir mínútu í morgun.

Það lítur einnig út fyrir hörkukeppni í 200m skriðsundi karla í dag. Þar fáum við að sjá þá Veigar Hrafn úr SH, Andreas Ramsvik frá Noregi og Guðmund Karl úr Breiðabliki.

Hægt er að sjá tímasetningar hér : https://live.swimrankings.net/32307/#

Streymi frá mótinu : https://www.youtube.com/user/Sundsambandid

 

Til baka