Lokadagur á RIG 2022 í sundi - úrslit
Í 50m baksundi kvenna sigraði Steingerður Hauksdóttir úr SH á tímanum 29.77 í hörku keppni við Karoline Soerensen frá Danmörku, sem synti á tímanum 29.83
Tobias B Bjerg sigraði örugglega í 50m bringusundi karla á nýju mótsmeti , 27.54. Gamla metið setti hann sjálfur á föstudaginn,27.84.
Daði Björnsson úr SH varð annar á 29.27, sem er jafnframt nýtt unglingamet. Í þriðja sæti varð svo Snorri Dagur einnig úr SH á tímanum 29.45.
Í 50m flugsundi kvenna sigraði Emilie Beckman frá Danmörku á nýju mótsmeti 26.53, gamla metið var í eigu Therese Alshammar 26.72 sem hún setti á RIG árið 2005. Snæfríður Sól varð önnur á tímanum 28.56 og þriðja varð Ylfa Lind úr Ármanni á nýju aldursflokkameti 29.38.
Dadó Fenrir úr SH sigraði í 50m skriðsundi karla á tímanum 24.00. Rétt á eftir honum á 24.67 varð Bartal E Eidesgaard frá Færeyjum.
Í 400m skriðsundi kvenna sigraði Freyja Birkisdóttir 4:27.34, en önnur varð Var E Eidesgaard frá Færeyjum á tímanum 4:30.81
Í 200m fjórsundi karla sigraði Birnir Freyr úr SH með yfirburðum á tímanum 2:08.73.
Karoline Soerensen frá Danmörku sigraði í 200m baksundi kvenna á tímanum 2:19.07
í 100m baksundi karla sigraði Fannar Snævar á tímanum 1:00.45.
Eva Margrét Falsdóttir sigraði í 100m bringusundi á tímanum 1:14.52
Í 200m bringusundi karla sigraði Einar Margeir úr Sundfélagi Akraness á tímanum 2:29.68.
Freydís Lilja úr ÍRB sigraði í 200m flugsundi kvenna á tímanum 2:42.09
Rasmus Nickelsen sigraði í 100m flugsundi karla á tímanum 54.92, en hann var rétt við mótsmetið 54.43.
Í 100m skriðsundi kvenna sigraði Snæfríður Sól á 57.10 og önnur varð Kristín Helga úr SH á tímanum 58.41
Bartal E Eidsgaard sigraði í 200m skriðsundi karla sem var síðasta grein mótsins á tímanum 1:59.17. Rétt á eftir honum kom Veigar Hrafn úr SH á tímanum 2:00.44
Veitt voru verðlaun fyrir stigahæstu sundin á mótinu í fullorðins flokki.
Sigurvegarinn þar var mótsmetshafinn í 50m bringusundi Tobias B Bjerg frá Danmörku en hann fékk 836 stig fyrir það sund.
Í öðru sæti var Rasmus Nickelsen frá Danmörku en hann fékk 816 stig fyrir 50m flugsund.
Í þriðja sæti var Snæfríður Sól Jórunnardóttir en hún fékk 803 stig fyrir 200m skriðsund.
Í fjórða sæti varð Emilie Beckmann en hún fékk 780 stig fyrir 50m flugsund.
Í fimmta sæti var Karoline Soerensen einnig frá Danmörku en hún fékk 754 stig fyrir 100m baksund.
Einnig voru veitt verðlaun í unglingaflokki , hjá strákum og stúlkum.
Það voru stúlkurnar Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr Ármanni sem var stigahæst í unglingaflokki hjá stúlkunum og í öðru sæti urðu þær jafnar að stigum,Sólveig Freyja Hákonardóttir úr Breiðabliki og Ástrós Lovísa Hauksdóttir úr ÍRB.
Björn Yngvi Guðmundsson úr SH sigraði í unglingaflokki hjá strákunum, Hólmar Grétarsson SH varð í öðru sæti og Daníel Rumenov Marinov frá Bergen var í því þriðja.
Hægt er að sjá úrslit af mótinu hér : https://live.swimrankings.net/32307/#
Streymi frá mótinu : https://www.youtube.com/user/Sundsambandid