Sex einstaklingar syntu sig inn á alþjóðleg meistaramót sumarsins
31.01.2022
Til bakaHeilt yfir var árangur íslenska sundfólksins góður um helgina á Reykjavík International Games, margir að synda við sína bestu tíma eða bæta þá.
Margir syntu undir lágmörkum í landsliðshópa og 6 einstaklingar náðu lágmörkum á alþjóðleg meistaramót sumarsins.
Eftirtaldir einstaklingar náðu lágmörkum fyrir alþjóðleg meistaramót:
- Snæfríður Sól Jórunnardóttir frá Aalborg Svömmeklub, synti undir lágmarki fyrir EM50 (2:03,85) í Róm í 200m skriðsundi á frábærum tíma 2:01,55 og sló þar með mótsmetið í greininni.
- Freyja Birkisdóttir úr Sunddeild Breiðabliks gerði sér lítið fyrir og bætti sinn besta árangur í 40m0 og 800m skriðsundi. Í báðum greinum synti hún undir lágmörkum fyrir EMU, tími hennar í 400m skriðsundi var 4:27,34, lágmarkið í þeirri grein er 4:30,73. Í 800m skriðsundi synti hún á tímanum 9:08,86, sem langt undir lágmarkinu sem er 9:19,56.
- Birnir Freyr Hálfdánarson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar var í bana stuði um helgina og synti undir lágmörkum í þremur greinum. Í 50m flugsundi á tímanum 25,15 sem eru undir EMU lágmarkinu (25,41). Næst var það 100m skriðsund þar sem hann synti á tímanum 54,00 sem er bæði undir lágmarki fyrir NÆM (55,25) og EYOF (54,14). Birnir lokaði svo mótinu með stæl, syndi mjög vel í 200m fjórsund á tímanum 2:08,73, sem er bæði undir EYOF (2:12,96) og EMU (2:08,78).
- Daði Björnsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar átti gott mót og bætti sinn besta árangur í 50m bringusundi og synti um leið undir lágmarkinu fyrir EMU (29,39), tími Daða var 29,27.
- Sunna Arnfinnsdóttir úr Sundfélaginu Ægir bætti sig vel í 200m baksundi á loka degi mótsins. Tíminn hennar 2:23,93 sem er bæði undir lágmarki fyrir NÆM (2:28,31) og EYOF (2:25,35).
- Ylfa Lind Kristmannsdóttir átti mjög gott mót og gerði sér lítið fyrir og synti undir lágmarki fyrir NÆM (1:01,38) í 100m skriðsundi, tími Ylfu 1:00,93.
Til hamingju með árangurinn !