Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn er búinn að tryggja sig inn á HM50 og EM50 í sumar.

04.03.2022

Anton Sveinn búinn að tryggja sig inn á HM50 og EM50 í sumar.

Anton Sveinn McKee tekur þátt í mjög sterku TYR PRO móti í Westmont í Bandaríkjunum þessa dagana. 

Anton synti í undanrásum í morgun 100m bringusund á tímanum 1:02.13 og varð sjötti inn í úrslitin í kvöld. Með tímanum í morgun tryggði Anton sér lágmark á Evrópumeistaramótið sem fram fer í Róm í sumar. 

Nú í kvöld synti Anton í úrslitum í 100m bringusundi, hann synti á tímanum 1:01.30 og tryggði sér lágmark á HM50 sem fram fer í Búdapest í júní. Anton Sveinn varð í fimmta sæti í sundinu.

Íslandsmetið í greininni á hann sjálfur, 1:00.32. 

Þetta er frábær byrjun á keppnistímabilinu hjá Antoni og það verður gaman að fylgjast með honum í 200m bringusundi á laugardaginn. 

Til baka