Lokadagur ÍM50 - Frábær árangur um helgina
Íslandsmeistaramótinu í 50m laug í Laugardalslaug lauk nú rétt í þessu.
Frábær árangur náðist á mótinu þar sem aldursflokkamet féllu og fjöldi sundfólks komst undir lágmörk í æfinga og keppnisverkefni landsliða SSÍ í sumar.
Í byrjun þessa árs hófst skráning á nýrri metaskrá með breyttum aldursflokkum, sem færir okkur í þann strúktúr sem LEN notar. Þar eru tveir aldursflokkar, Aldursflokkamet (12-14 ára konur og 13-15 ára karlar) og Unglingaflokksmet (15-17 ára konur og 16-18 ára karlar). Skráning á gömlu metaskránni heldur þó áfram út tímabilið.
Ylfa Lind Kristmannsdóttir úr Ármanni bætti telpnametið í 100m flugsundi þegar hún synti á 1:07,16 í undanrásum. Gamla metið var 1:07,64 og var 11 ára gamalt. Ylfa bætti sig svo enn frekar þegar hún sigraði í úrslitum á tímanum 1:05,47 og hefur því bætt metið um rúmar 2 sekúndur í dag.
Freyja Birkisdóttir úr Breiðablik bætti stúlknametið í 1500m skriðsundi þegar hún synti á 17:29,55 í beinum úrslitum. Gamla metið var 17:32,11 og var í eigu Freyju sjálfrar, frá því í fyrra.
Birnir Freyr Hálfdánarson, SH bætti piltametið í 50m flugsundi þegar hann synti á tímanum 25,00 og hafnaði í öðru sæti. Gamla metið var 25,15 frá því í janúar, sem Birnir átti sjálfur.
B-sveit SH bætti eigið piltamet í lokagrein dagsins þegar þeir syntu á tímanum 3:54,81 og voru einungis 54/100 úr sekúndur á eftir A-sveit SH. Gamla metið var 4:05,77, sett í fyrra. Sveitina skipuðu þeir Bergur Fáfnir Bjarnason, Snorri Dagur Einarsson, Birnir Freyr Hálfdánarson og Veigar Hrafn Sigþórsson.
EM lágmörk komin á mótinu:
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH (50m skriðsund)
Símon Elías Statkevicius, SH (50m flugsund)
NÆM lágmörk komin á mótinu:
Nadja Djurovic, Breiðablik (400m skriðsund og 100m skriðsund)
Sunneva Bergmann Ásbjörnsdóttir, ÍRB (400 skriðsund og 800m skriðsund)
Bergur Fáfnir Bjarnason, SH (200m baksund)
Sunna Arnfinnsdóttir, Ægir (100m baksund og 200m baksund)
Katla María Brynjarsdóttir, ÍRB (800m skriðsund)
Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni (100m skriðsund og 100m flugsund)
EMU lágmörk komin á mótinu:
Freyja Birkisdóttir, Breiðablik (400m skriðsund, 800m skriðsund og 1500m skriðsund)
Birnir Freyr Hálfdánarson, SH (100m flugsund og 200m fjórsund)
Snorri Dagur Einarsson, SH (50m bringusund)
Einar Margeir Ágústsson, ÍA (50m bringusund)
EYOF lágmörk komin á mótinu:
Birnir Freyr Hálfdánarson, SH (200m fjórsund)
Nadja Djurovic, Breiðablik (100m skriðsund)
Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármanni (100m skriðsund)
Sunna Arnfinnsdóttir, Ægi (200m baksund)
Íslandsmeistarar dagsins:
400m fjórsund karla: Veigar Hrafn Sigþórsson, SH - 4:43,71
1500m skriðsund kvenna: Freyja Birkisdóttir, Breiðablik - 17:29,55 (undir EMU lágmarki og stúlknamet)
200m baksund kvenna: Sunna Arnfinnsdóttir, Ægir - 2:24,11 (undir EYOF lágmarki)
200m skriðsund karla: Guðmundur Karl Karlsson, Breiðablik - 1:59,72
100m flugsund kvenna: Ylfa Lind Kristmannsdóttir, Ármann - 1:05,47 (undir NÆM lágmarki og telpnamet)
50m flugsund karla: Símon Elías Statkevicius, SH - 24,75 (undir EM lágmarki)
50m bringusund kvenna: Stefanía Sigurþórsdóttir, ÍRB - 34,26
200m bringusund karla: Aron Þór Jónsson, Breiðablik - 2:20,41
100m skriðsund kvenna: Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, SH - 57,01
100m baksund karla: Fannar Snævar Hauksson, ÍRB - 59,89
200m fjórsund kvenna: Eva Margrét Falsdóttir, ÍRB - 2:25,94
800m skriðsund karla: Veigar Hrafn Sigþórsson, SH - 9:02,68
4x100m fjórsund kvenna: A-sveit SH - 4:24,96
4x100m fjórsund karla: A-sveit SH - 3:54,81
Kærar þakkir til ykkar allra sem sinntuð störfum í tengslum við og á mótinu. Án ykkar er ekkert af þessu hægt.