Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fundur með FINA, LEN,danska sundsambandinu og danska íþróttasambandinu

12.04.2022

Björn Sigurðsson formaður SSÍ átti nýlega góðan fund ásamt danska sundsambandinu með forseta alþjóða sundsambandsins FINA og forseta og varaforseta evrópska sundsambandsins LEN.

Einnig sat fundinn formaður danska íþróttasambandsins DIN.  Á fundinum voru rædd málefni sundíþróttarinnar um allan heim og hvernig finna megi fleti til að styðja enn frekar við almenna sundiðkun, sundkennslu og þær greinar sem teljast vera innan sundíþróttarinnar. Þá var einnig rædd staðan í heiminum í dag almennt og hvernig íþróttir og íþróttahreyfingar geta haft áhrif á heimsmálin eins og gert hefur verið í tengslum við innrás Rússa í Úkraníu.

 Þá voru fulltrúar FINA og LEN mjög áhugasamir um uppbygginu íþróttamála á Íslandi og í Danmörku.

 Það var mjög gott að hitta æðstu menn íþróttarinnar í heiminum á lokuðum fundi  og skiptast á skoðunum og koma sjónarmiðum á framfæri.  Það kom skemmtilega á óvart hvað menn vissu mikið um íþróttina hér á landi og fylgdust vel með og bera mikla virðingu fyrir því að 350 þúsund manna samfélag nái ítrekað að vera með keppnisfólk á stærstu mótum heims“   sagði Björn og taldi fundinn áhrifaríkan til að halda uppi merkjum íslensku sundhreyfingarinnar. 

Fundinn sátu:

Musallah Hussein – Forseti FINA  (Kuwait)

Tony Tarraf Wajih –Ólympiuverðlaunahafi í sundi

Anonio De Silva – Forseti LEN  (Portugal)

Josip Vardovic – Varaforseti LEN (Croatia)                

Pia Johanson – Formaður stjórnar danska sundsambandsins

Merete Riisager   – Framkvæmdastjóri Danska Sundsambandsins

Hans Natorp – Formaður íþróttasambands Danmerkur (DIF)

Björn Sigurðsson – Formaður stjórnar SSÍ

 

Myndir með frétt

Til baka