Fundur í Danmörku hjá NSF sport direktors
Eyleifur Jóhannesson fór til Danmerkur í síðustu viku þar sem hann tók þátt í ráðstefnu á vegum NFS fyrir landsliðsþjálfara og yfirmenn afreksmála.
Aðilar að Norræna sundsambandinu (NSF) eru danska sundsambandið, Sundsamband Færeyja, finnska sundsambandið, norska sundsambandið, íslenska sundsambandið, sænska sundsambandið, eistneska sundsambandið og litáenska sundsambandið.
Ráðstefnan fór fram á Scandic CPC Strandpark hótelinu í Kaupmannahöfn, hún hófst á hádegi á þriðjudag og lauk á hádegi á miðvikudag. Aðalumræðuefnið að þessu sinni voru norðurlandameistaramótin og hvernig þjóðirnar geti unnið betur saman í framtíðinni. Hver þjóð hafði um 20 mínútna kynningu á landsliðsstarfi í sínu landi.
Miklar og góðar umræður mynduðumst sem voru mjög gagnlegar fyrir alla.
Eyleifur notaði tækifærið og flaug til Álaborgar að ráðstefnu lokinni til að heimsækja Snæfríði Sól sem býr þar og æfir með Aalborg Svömmeklub.
Eyleifur tók þar þátt í tveimur æfingum með hópnum hennar Snæfríðar og átti góða fundi með henni, Birni þjálfara hennar og John formanni félagsins.