19 verðlaun og stigahæsta sund á sundmóti í Danmörku
15 manna hópur af efnilegu sundfólki úr framíðarhóp SSÍ hélt til Danmerkur um síðast liðna helgi og tók þátt Taastrup Open. Sundmótið var mjög fjölmennt og voru dagarnar þétt setnir.
Þetta er yngsti hópur sem hefur ferðast til útlanda á vegum Sundsambandsins og gekk allt vel. Mótshlutar voru mjög langir og lítið um hvíld en keppnin gekk vel. Allir sundmenn náðu að bæta tímana sína í einni eða fleiri greinum. Allt sundfókið komst í úrslit í eitt skipti eða oftar.
Alls vann sundfólkið átta gull, þrjú silfur og átta brons.
Einnig átti Ísland stigahæstu sundkonuna í flokki 13-14 ára. Ylfa Lind Kristmannsdóttir fékk 653 stig fyrir 100m skriðsund sem hún synti á tímanum 59:59.
Sundmennirnir voru til mikillar fyrirmyndar á keppnisstað og voru samheldin og einbeitt.
Árangur sundfólksins var mjög góður og það var sáttur en þreyttur hópur sem kom til Íslands á sunnudagskvöld.
Hópurinn samanstóð af sundfólki á aldrinum 13 – 15 ára + 3 þjálfarar og 1 fararstjóri
Keppendur:
Árni Þór Pálmason ÍRB Ásdís Gunnarsdóttir UMFA
Björn Yngvi Guðmundsson SH Ásdís Steindórsdóttir Breiðablik
Daði Rafn Falsson ÍRB Ástrós Lovísa Hauksdóttir ÍRB
Denas Kazulis ÍRB Elísabet Arnoddsdóttir ÍRB
Dominic Daði Wheeler Ægir Freydís Lilja Bergþórsdóttir ÍRB
Magnús Víðis Jónsson SH Sólveig Freyja Hákonardóttir Breiðablik
Nikolai Leo Jónsson ÍRB Ylfa Lind Kristmannsdóttir Ármann
Þjálfarar: Fararstjóri:
Eðvarð Þór Eðvarðsson Bjarney Guðbjörnsdóttir
Hilmar Smári Jónsson
Sigurður Daníel Kristjánsson