SMÍ hófst í morgun
SMÍ 2022 hófst í morgun í Ásvallalaug, en þetta er síðasta mót sundársins hér á landi í 50m laugarlengd.
Allt okkar fremsta fólk landsins er mætt til keppni fyrir utan þau Anton og Snæfríði sem eru að taka þátt í HM50 í Búdapest.
SMÍ er frábær undirbúningur sundfólksins sem er að fara á Norðurlandameistaramót Æskunnar, Evrópumeistaramót unglinga og Evrópuleika Æskunnar, en öll þessi mót fara fram í Júlí. Á þessu móti gefst sundfólki tækifæri á að ná Lágmörkum á EM50 sem fer fram í Róm dagana 11. – 17 ágúst. Nú þegar hafa þau Anton, Snæfríður, Jóhanna Elin og Símon Elías Statkevicius tryggt sig inn á EM50.
Það verður spennandi að fylgjast með úrslita hluta mótsins kl 17:00 í dag en þar mun verða hörkukeppni í greinum dagsins. Fyrstu fjórar greinar mótsins verða 50m greinar þar sem er oft mjótt á mununum.
Úrslit er hægt að finn hér : https://live.swimrankings.net/34129/?fbclid=IwAR0YNDo56zwe9E7JfjVxt82KlBERV6CaHoKSwI6NEILbHsI924BwQuL4x2Y
Hvetjum alla til að mæta í Ásvallalaug í dag og horfa á okkar besta sundfólk keppa.