Beint á efnisyfirlit síðunnar

Snæfríður Sól synti 200m skriðsund í morgun

20.06.2022

Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir varð í 20. sæti af 41 kepp­anda í 200 metra skriðsundi á heims­meist­ara­mót­inu í 50 metra laug í Búdapest í morg­un.

Snæfríður Sól synti vega­lengd­ina á 2:00,61sem er rétt við Íslandsmet hennar í greininni, 2:00.21 mín­út­um. Sá tími er síðan á ÓL í Tokyo á síðasta ári.   

Síðust inn í úrslit sem verða síðar í dag er Katja Fain frá Slóven­íu sem synti á tímanum 1:58,84 mín­útu, eða inn­an við tveim­ur sek­únd­um á und­an Snæfríði.

Þetta er flottur árangur hjá Snæfríði og við bíðum spennt eftir 100m skriðsundi sem hún syndir á miðvikudaginn.

 

Dagskrá á miðvikudag

Miðvikudagurinn 22. Júní
Kl. 9.00                100m skriðsund kvenna               Snæfríður Sól Jórunnardóttir
kl. 9.45                200m bringusund karla                Anton Sveinn Mckee

 

Heimasíða HM50:
https://fina-budapest2022.com/

 

Úrslitasíða HM50:
https://www.omegatiming.com/2022/19th-fina-world-championships-sw-live-results?fbclid=IwAR3fcFr4LrhD6flvBjFCKaVgHUzPJiakI8-HvKQ1RvXQ7E3G8B2Ss2LURHg

 

 

Til baka