Spennandi keppni í Reykjanesbæ á AMÍ 2022
25.06.2022
Til bakaAMÍ 2022 hófst í gær í Reykjanesbæ, mótið er fimm hlutar og er stigakeppni á milli félaga.
Nú þegar þrír hlutar eru búnir þá er mikil og spennandi keppni milli ÍRB og SH um fyrsta sætið og einnig er mikill keppni um þriðja sætið á milli sunddeildar Breiðabliks og sundfélagsins Óðins.
Mótið heldur áfram í fyrramálið kl 9:30 og svo hefst seinni hluti kl 16:00.
Stigastaða eftir 3 hluta :
ÍRB 539
SH 500
Breiðablik 236
Óðinn 235
Ægir 189
Ármann 123
Fjölnir 61
ÍA 49
UMFB 40
UMFA 20
KR 20
Stjarnan 4
ÍBV -