Æsispennandi keppni á AMÍ 2022 þegar einn hluti er eftir.
26.06.2022
Til bakaÞað er æsispennandi keppni í Reykjanesbæ nú þegar aðeins einn hluti er eftir á AMÍ 2022.
Nú þegar fjórir hlutar eru búnir þá er mikil og spennandi keppni milli ÍRB og SH um fyrsta sætið, nú munar einungis 20 stigum á milli þeirra. Einnig er mikill keppni um þriðja sætið á milli sunddeildar Breiðabliks og sundfélagsins Óðins, þar er líka 20 stiga munur.
Síðasti hluti mótsins hefst kl 16:00
Stigastaða eftir 4 hluta :
ÍRB 657
SH 637
Breiðablik 306
Óðinn 286
Ægir 254
Ármann 154
Fjölnir 79
ÍA 69
UMFB 47
KR 22
UMFA 20
Stjarnan 4
ÍBV -