Tvö unglingamet á fyrsta degi á EMU í Búkarest
Í morgun hófst Evrópumeistaramót Unglinga í Búkarest þar sem allir fimm íslensku keppendurnir stungu sér til sunds.
Ágætis árangur náðist þar sem tvö ný unglingamet litu dagsins ljós. Fyrra metið sett Daði Björnsson í 50m bringusundi á tímanum 28,97, þessi góði árangur skilaði honum í 20. Sæti og aðeins 0,18 sekúndum frá 16 manna úrslitum.
Seinna metið setti Freyja Birkisdóttir í 1500m skriðsund þegar hún sló eigið met með rúmum 4 sekúndum, tíminn 17:25,46 sem skilaði henni í 16. sæti.
Úrslit íslenska sundfólksins á fyrsta dagi:
Freyja Birkisdóttir 200m skriðsund 02:10,45 29. Sæti
Eva Margrét Falsdóttir 400m fjórsund 05:13,11 26. Sæti
Daði Björsson 50m bringusund 00:28,97 20. Sæti
Einar Margeir Ágústsson 50m bringusund 00:29,19 23. Sæti
Snorri Dagur Einarsson 50m bringusund 00:29,80 40. Sæti
Freyja Birkisdóttir 1500m skriðsund 17:25,46 16. Sæti