Einar Margeir syndir í 16 manna úrslitum í dag
Einar Margeir Ágústsson synti gríðarlega vel á EMU í Búkarest í morgun og setti nýtt unglingamet og piltamet. Hann mun síðar í dag synda í 16 manna úrslitum. Einar Margeir fór 100 M bringusund á tímanum 1:03.45 og bætti sig um rúma sekúndu. Unglingametið átti Árni Már Árnason og var það sett árið 2005,tími hans var 1:04.07 og piltametið átti Daði Björnsson,1:04.27.
Daði Björnsson og Snorri Dagur Einarsson syntu einnig 100 M bringusund í morgun og voru þeir báðir nálægt sínum bestu tímum. Daði synti á 1:04.31 og varð í 28. sæti og Snorri synti á tímanum1:05.61 og varð í 44. sæti.
Eva Margrét Falsdóttir synti 200 M fjórsund og var aðeins frá sínum besta tíma á 2:26.65.
Það verður spennandi að fylgjast með Einari Margeiri í 16 manna úrslitum dag kl. 14:40