Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birnir með annað gull á NÆM

10.07.2022
Þriðji og síðasti keppnishluti á Norðurlandamóti Æskunnar fór fram í morgun. Árangurinn var ágætur og íslenska sundfólkið náði að blanda sér í topp fimm í nokkrum greinum.
Bestum árangri á lokadeginum náði Birnir Freyr Hálfdánarson, þegar hann vann 200m fjórsund karla með miklum yfirburðum. Birnir synti á tímanum 2.09,72 sem var rúmum tveimur sekúndum hraðar en annað sætið í greininni.
Bergur Fáfnir Bjarnason synt mjög vel 200m baksund og var hársbreidd frá verðlaunum, kom fjórði í mark á tímanum 2:13,60 aðeins 16/100 úr sekúndu frá bronsinu.
Mótið endaði með 4x200m skriðsundi kvenna, íslenska sveitin stóð sig vel og endaði í sjöunda sætinu rétt á eftir Svíum og Norðmönnum. Ylfa Lind Kristmannsdóttir synti fyrsta sprett og bætti sinn besta tíma, hún synti á 2:14,64.
Til baka