SSÍ með 5 keppendur á EYOF 2022
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem er ætluð þátttakendum á aldrinum 14-18 ára hefst þann 24. júlí næstkomandi í Banská Bystrica í Slóvakíu.
Um 6.000 þátttakendur frá 48 löndum í Evrópu taka þátt á hátíðinni og verður keppt í 10 íþróttagreinum.
Ísland sendir 38 keppendur í 8 íþróttagreinum en hér er hægt að nálgast lista yfir alla þátttakendur íslenska liðsins.
Íslensku keppendurnir héldu til Slóvakíu í morgun og verður setningarhátíð leikana á morgun sunnudag og keppni hefst á mánudagsmorgun.
Sundsamband Íslands sendir 5 keppendur til leiks að þessu sinni.
Það eru þau:
- Birnir Freyr Hálfdánarson úr SH sem syndir 100m flugsund og 200m fjórsund
- Nadja Djurovic úr sunddeild Breiðabliks sem syndir 50m, 100m og 200m skriðsundi
- Sunna Arnfinnsdóttir úr S.f Ægi,sem syndir,100m og 200m baksund
- Ylfa Lind Kristmannsdóttir frá sunddeild Ármanns sem syndir 50m og 100m skriðsund, 100m flugsund
- Ýmir Chatenay Sölvason úr sunddeild Breiðabliks sem syndir, 50m, 100m og 200m skriðsund
- Klaus Jurgen Ohk þjálfari frá SH er flokksstjóri/þjálfari
Úrslit mótsins má finna hér:
Hægt er að fylgjast með gangi mála á Instagramsíðu ÍSÍ @isiiceland og Facebooksíðu ÍSÍ
Gestgjafar leikanna í Slóvakíu halda einnig úti frétta- og samfélagsmiðlum.
Hér er hægt að skoða vefsíðu hátíðarinnar en einnig verður hægt að fylgjast með á Instagram (@eyof2022) og Facebook.