Beint á efnisyfirlit síðunnar

Keppni hófst á EYOF í morgun

25.07.2022

Sundfólkið okkar hóf keppni á EYOF í morgun.  Ylfa Lind Kristmansdóttir úr Ármanni og Nadja Djurovic úr S.d Breiðabliks hófu daginn á 100m skriðsundi.

Nadja synti á tímanum 1:00.40 og varð í 33 sæti og Ylfa Lind synti á tímanum 1:00.99 og varð í 36 sæti.   Þær voru báðar aðeins frá sínum bestu tímum.  Sunna Arfinnsdóttir synti 200m baksund á tímanum 2:32.20 sem er töluvert frá hennar besta tíma, hún varð í 32 sæti.

 

Keppni heldur áfram á morgun en þá syndir Ýmir Chatenay Sölvason úr S.d Breiðablkis 100m skriðsund og Birnir Freyr úr SH syndir 200m fjórsund. 

Þá mun sundfólkið taka þátt í blönduðu boðsundi í 4x 100m skriðsundi, þar sem tvær stúlkur og tveir piltar synda saman. 

Úrslit mótsins má finna hér

 

Myndir með frétt

Til baka