Birnir Freyr fimmti inn í 16 manna úrslit í dag á EYOF
26.07.2022
Til bakaBirnir Freyr Hálfdánarson synti í morgun í undanrásum í 200m fjórsundi á tímanum 2:07.52 og varð fimmti inn í 16 manna úrslitin sem verða synt seinnipartinn í dag. Birnir bætti tíma sinn í sundinu en gamli tíminn hans var 2.08.12 sem hann synti á, á ÍM50 í apríl.
Flottur árangur hjá Birni og það verður gaman að fylgjast með honum í dag, kl 16:29 á íslenskum tíma.
Ýmir Chatenay Sölvason synti 100m skriðsund á tímanum 54.21 sem er nálægt hans besta tíma en hann varð í 38 sæti.
Ísland tók þátt í blönduðu 4x100m skriðsundi og varð í 17 sæti á tímanum 3:48.08 sem er flottur tími hjá sundfólkinu.
Heimasíða mótsins er hér
Úrslitasíða mótsins er hér