Frábært sund hjá Birni Frey á EYOF í 200m fjórsundi
26.07.2022
Til bakaBirnir Freyr Hálfdánarson synti frábært sund á EYOF rétt í þessu. Birnir synti í 16 manna úrslitum í 200m fjórsundi og bætti tímann sinn um rétt rúmar 2 sekúndur síðan í morgun og hann synti á 2:05.90 og er fyrstur inn í 8 manna úrslitin sem verða seinnipartinn á morgun. Birnir Freyr bætti einnig unglingametið í greininni, en það var 2:06.30 og var í eigu Kristins Þórarinssonar sem hann setti í apríl árið 2014.
Frábært sund hjá Birni Frey og það verður spennandi úrslitasund sem fram fer kl 16:58 á morgun.