Beint á efnisyfirlit síðunnar

Birnir Freyr með brons á EYOF

27.07.2022

Birnir Freyr Hálfdánarson synti til úrslita á EYOF í 200m fjórsundi rétt í þessu og gerði sér lítið fyrir og tryggði sér bronsverðlaunin í greininni. 

Birnir bætti tíma sinn síðan í gær og setti því aftur unglingamet, hann synti á tímanum 2:05.33. 

Frábær árangur hjá Birni sem svo sannarlega á framtíðina fyrir sér .

Úrslit mótsins eru hér

Til baka