Nadja og Ylfa syntu í morgun á EYOF.
27.07.2022
Ísland átti tvo keppendur í lauginni í morgun á EYOF í Slóvakíu. Nadja Djurovic synti 200m skriðsund á tímanum 2:11,23 og varð í 25 sæti, en hún synti aðeins frá sínum besta tíma. Ylfa Lind Kristmansdóttir synti einnig í morgun, hún fór 100m flugsund á tímanum 1:06.92 og varð í 27 sæti og hún var einnig aðeins frá sínum besta tíma í greininni.
Við eigum einn sundmann í úrslitum í dag, en Birnir Freyr mun þá keppa í 200m fjórsundi, Birnir er með besta tímann inn í úrslitin og er óhætt að segja að það sé spennandi sund framundan kl 16:58 (isl) í dag.