Birnir Freyr aftur í 16 manna úrslit á EYOF
Keppni á EYOF hélt áfram í morgun. Þar ber hæst að Birnir Freyr gerði sér lítið fyrir og komst aftur inn í 16 manna úrslit sem fram fara í dag.
Hann synti á tímanum 57.15 og er ellefti inn í úrslitin í dag. Frábær árangur hjá Birni annan daginn í röð.
Ýmir Chatenay Sölvason keppti í 50m skriðsundi þegar hann synti á tímanum 24.51 sem er alveg við hans besta tíma í greininni. Hann varð í 28 sæti.
Ýmir synti einnig 200m skriðsund á tímanum 1:58.01 sem er flott bæting hjá honum. Gamli tíminn hans í greininni var 1:59.83. Hann er annar varamaður inn í 16 manna úrslitin sem fram fara seinnipartinn í dag.
Sunna Arnfinnsdóttir synti 100m baksund á tímanum 1:10 33 sem er nokkuð frá hennar besta tíma, hún varð í 37 sæti.
Annar spennandi dagur framundan í lauginni þar sem við fáum a.m.k. að fylgjast með Birni Frey í 100m flugsundi og kannski Ými í 200m skriðsundi.