Flottur fyrsti dagur á EM50 í Róm
Evrópumeistaramótið í sundi hófst í morgun í Róm á Ítalíu. Símon Elías Statkevicius stakk sér fyrstur til sunds af íslensku keppendunum. Hann synti 50m flugsund í fyrstu grein í fyrsta riðli. Hann gerði sér lítið fyrir og bætti tíma sinn um 12/100 synti á 24,63, gamli tíminn hans var 24,75 síðan á ÍM50 í apríl. Íslandsmetið er 24,05, en það setti Örn Arnarson í Melbourne árið 2007.
Næstar syntu þær Jóhanna Elín og Snæfríður Sól 100m skriðsund. Jóhanna Elín bætti tímann sinn og fór í fyrsta skipti undir 57 sekúndur þegar hún synti á tímanum 56,79 og kom fyrst í bakkann í sínum riðli. Snæfríður Sól synti á tímanum 56,81 sem er aðeins frá hennar besta tíma síðan á ÓL 2021, 56,15. Íslandsmetið í greininni á Ragnheiður Ragnarsdóttir 55,66, sett árið 2009.
Flott byrjun hér í Róm og sannarlega spennandi dagar framundan.
Í fyrramálið synda þau Símon og Jóhanna aftur. Símon Elías syndir þá 100m skriðsund og Jóhanna Elín syndir 50m flugsund.
Öll úrslit er hægt að sjá hér
Hér er hægt að skrá sig inn á lifandi streymi: