Flott kvöld að baki í Róm
13.08.2022
Ísland var með tvo sundmenn í 16 manna úrslitum í kvöld. Snæfríður Sól synti 200m skriðsund og varð í 15. sæti á tímanum 2:01,70 sem er hraðari tími en hún synti á í morgun.
Góður árangur hjá Snæfriði sem hefur þá lokið keppni á EM50 í Róm.
Anton Sveinn synti 200m bringusund á tímanum 2:11,47 og er nú sjötti inn í úrslitasundið sem fram fer annað kvöld.
Spennandi sunnudagur framundan, sundið hefst kl 17:01 (ísl tími) og sýnt verður beint frá mótinu á RÚV.