Beint á efnisyfirlit síðunnar

Flottur morgun á EM50 dagur 3

13.08.2022

Frábær morgun á degi 3 hér í Róm. Snæfríður Sól synti 200m skriðsund á 2:02,00 og varð fyrsti varamaður inn í úrslit. Það kom fljótlega í ljós úrskráning úr sundinu og er Snæfríður nú komin inn í  16 manna úrslit í kvöld.

Símon Elías synti þriðja daginn í röð. Í morgun synti hann 100m flugsund og bætti tímann sinn þegar hann synti á 55,38. Hans eldri tíminn var 55,90 og því er þetta frábær bæting.

Næstur kom svo Anton Sveinn í 200m bringusundi, hann er þriðji inn í 16 manna úrslitin í kvöld, synti á 2:11,82.

 

Skemmtileg og spennandi sund framundan seinnipartinn í kvöld

Myndir með frétt

Til baka