Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær árangur hjá Antoni Sveini á EM50 í Róm

14.08.2022

Anton Sveinn synti til úrslita í 200m bringusundi á EM50 í kvöld. Anton synti mjög vel útfært sund og varð í 6. sæti.

Mjög góður árangur hjá Antoni sem hefur nú lokið keppni á þessu sundári. Hann varð í sjötta sæti á HM50 í júní og nú aftur í 6. sæti á EM50.

 

Við tekur kærkomið sumarfrí og áður en Anton byrjar að undirbúa sig fyrir HM25, sem verður haldið í Melbourne í Ástralíu í desember.

Til baka