Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fínn árangur Jóhönnu Elínu á EM50

15.08.2022

Jóhanna Elín synti 50m skriðsund í morgun á EM50, hún synti í öðrum riðli á tímanum 26,29.

Hennar besti tími á árinu er 26,09 sem hún synti á ÍM50 í apríl og svo náði hún aftur sama tíma í maí. 

 

Þar með hefur Jóhanna Elín lokið keppni á EM50 í Róm. Hún hefur skamma viðdvöl á Íslandi áður en hún heldur út til Texas þar sem hún stundar háskólanám samhliða sundæfingum.

 

Til baka