Flott bæting hjá Símoni í 50m skriðsundi
16.08.2022
Til bakaSímon Elías Statkevicius synti 50m skriðsund í morgun á tímanum 23,27 sem er flott bæting hjá honum.
Eldri tími hans í greininni var 23,49.
Símon Elías hefur þá lokið keppni á EM50 í Róm, en þetta er fyrsta stórmótið hans í flokki fullorðinna og getur hann svo sannarlega verið sáttur við sinn hlut á mótinu með þrjár flottar bætingar í 4 greinum.