Kristín Minney á EM Garpa
30.08.2022Kristín Minney Pétursdóttir úr ÍA synti í morgun á EM Garpa í Róm 100 metra bringusund. Kristín endaði 17. í sínum aldursflokki á tímanum 1:37,71. Hún var mjög sátt við árangur sinn í morgun. Meðfylgjandi eru myndir af Kristínu í sundinu í morgun.