World Cup mótaröðin 2022
Framundan eru viðburðaríkar vikur hjá Sundsambandi Íslands, en World Cup mótaröðin hefst í Berlín á morgun, föstudaginn 21.október. Næsta mót fer fram í Toronto 28. október og mótaröðinni líkur í Indianapolis 6. nóvember.
Það er mikill áhugi fyrir mótaröðinni þetta haustið og það má búast við mikilli keppni, en mikið af sterkasta sundfólki heims tekur þátt í mótaröðinni.
Sundsambandið mun eiga keppendur á öllum mótunum og mun sundfólkið nýta sér þessi mót sem undirbúning fyrir Norðurlandsmeistaramótið í Bergen og Heimsmeistaramótið í Melbourne í Desember.
Dagsetningar og allar upplýsingar um mótin þrjú má finna hér:
21. - 23 október FINA Swimming World Cup – Leg 1 Berlin, Germany
28. -30. október FINA Swimming World Cup – Leg 2 Toronto, Canada
03.- 05. nóvember:FINA Swimming World Cup – Leg 3 Indianapolis, USA
Eftirtaldið sundfólk keppir fyrir hönd Íslands á mótunum:
World Cup – Berlín 21. – 23. Október 2022
- Birnir Freyr Hálfdánarson Sundfélagi Hafnarfjarðar
- Daði Björnsson Sundfélagi Hafnarfjarðar
- Einar Margeir Ágústsson Sundfélagi Akraness
- Freyja Birkisdóttir Sunddeild Breiðabliks
- Símon Elías Statkevicius Sundfélagi Hafnarfjarðar
- Steingerður Hauksdóttir Sundfélagi Hafnarfjarðar
- Eyleifur Ísak Jóhannesson Landsliðsþjálfari / Fararstjóri
- Hrafnhildur Lúthersdóttir Aðstoðarþjálfari
World Cup – Toronto 28. – 30. Október 2022
- Anton Sveinn Mckee Sundfélagi Hafnarfjarðar
- Eyleifur Ísak Jóhannesson Landsliðsþjálfari / Fararstjóri
World Cup – Indianapolis 3. – 5. Nóvember 2022
- Anton Sveinn Mckee Sundfélagi Hafnarfjarðar
- Jóhanna Elín Guðmundsdóttir Sundfélagi Hafnarfjarðar
- Patrik Viggó Vilbergsson Sundfélagi Hafnarfjarðar
- Eyleifur Ísak Jóhannesson Landsliðsþjálfari / Fararstjóri